146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

111. mál
[15:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski ekki við því að búast að það verði mjög mikill viðbótarkostnaður í upphafi af þessu frumvarpi vegna þess að eftir því sem við komumst næst falla engin íslensk fyrirtæki undir þetta núna. En eins og ég benti á í framsöguræðu minni getur það auðvitað breyst. Það hafa verið uppi aðstæður hér á landi þar sem fyrirtæki hafa fallið undir eftirlit af þessu tagi. Hér erum við að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En ég vænti þess að til skemmri tíma verði ekki af þessu viðbótarkostnaður.