146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:39]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að fjalla um hæfisreglur og skipan dómara í hinn nýja Landsrétt. Af því tilefni langar mig til að spyrja hæstv. dómsmálaráðherra hvort ekki sé ástæða til að setja sérstök ákvæði um skipan dómara sem feli í sér að auk almennra hæfisskilyrða skuli sérstaklega horft til sjónarmiða um jafnrétti kynjanna. Tilgangurinn væri auðvitað að vinna markvisst að því að jafna kynjahlutföll meðal dómara. Hér er nýr dómstóll í fæðingu, 15 dómarar sem koma þar til starfa. Manni sýnist að hér sé einstakt tækifæri til að ná jöfnuði þegar þessi nýi dómstóll verður settur á laggirnar.