146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[16:29]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hér kemur hv. þm. Brynjar Níelsson upp í ræðustól og flytur okkur enn eina af sínum innblásnu og háttstemmdu ræðum eins og hans er von og vísa og nú er það ræðan til varnar feðraveldinu í dómskerfinu þar sem hann hunsar öll viðmið um kynjasjónarmið við skipun valnefndar sem fjallar um hæfni dómaraefna við nýtt dómstig.

Mig langar að fá skoðun og raunverulega sýn hv. þm. Brynjars Níelssonar á því hvernig leysa beri djúpstæðan halla á konur í dóms- og réttarkerfinu ef ekki á að styðjast við jafnréttislög í landinu til viðmiðunar í valnefndinni. Ég bíð mjög spennt eftir því að fá að heyra um sýn hans á því.