146. löggjafarþing — 28. fundur,  9. feb. 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[11:59]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Rétt til að svara þessu varðandi 5. gr. sem hv. þingmaður vísar til þá er það sett inn í hana af þeirri ástæðu að talið er mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi vald á því að gefa út þau leyfi sem undir þetta falla. Við teljum að það standist aðild okkar að EES-samningnum, það eigi ekki að leika neinn vafi á því. Það verður að koma í ljós ef slíkt reynist rangt hjá okkur, en það er sem sagt markmiðið með þessu ákvæði.