146. löggjafarþing — 28. fundur,  9. feb. 2017.

almenn hegningarlög.

101. mál
[14:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er bara svo gaman að koma í andsvar við hv. þm. Pawel Bartoszek að ég stóðst ekki mátið. Orð hans vöktu mér hugsun um hið algerlega gagnstæða: Hvað ef ég hrósa fólki eða þjóðhöfðingjum sem eiga það alls ekki skilið? Er það ekki móðgunarefni fyrir þjóðina sem tæki það nærri sér ef ég hrósaði, segjum Trump eða Hitler eða einhverjum álíka? Væri ekki alveg jafn slæmt að hafa slík lög? Mig langaði að koma því sjónarmiði á framfæri og nýta það sem rök fyrir að losa okkur við þetta.