146. löggjafarþing — 29. fundur,  21. feb. 2017.

fjárframlög í samgöngumál.

[13:40]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni að þetta traust þarf að vera til staðar og það þarf að vera sameiginlegur skilningur um hvernig þessi mál ganga fram eftir að þingið hefur farið sínum höndum um tillögurnar. Það er einmitt ráð fyrir því gert í lögunum með þeim hætti að gengið er beinlínis út frá því að fylgiritið verði endurútgefið eftir þinglega meðferð fjárlagafrumvarpsins og þá er gert ráð fyrir að í endurútgefnu fylgiriti sé tekið tillit til breytinga sem þingið hefur beitt sér fyrir.

Svo verða fagráðherrar að standa fyrir svörum hér í þinginu þegar kemur að framkvæmd fjárlaganna og því hvernig þeir hafa fylgt eftir því uppleggi sem kynnt er í fylgiritinu eftir atvikum þegar því er breytt, en breytingar ber síðan að kynna fyrir þinginu sömuleiðis. Í þessu tiltekna tilviki væri það samgönguráðherrann.