146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:10]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla að leyfa mér að minna hv. stjórnarflokka á grunnstefnu sína því að í grunnstefnu Viðreisnar segir:

„Opin, upplýst og málefnaleg umræða er nauðsynleg til að unnt sé að taka réttar ákvarðanir. Greiður aðgangur að upplýsingum er forsenda þekkingar. Upplýsingaskyldu opinberra aðila gagnvart almenningi ber að efla.“

Í stefnu Bjartrar framtíðar segir:

„Upplýsingar eru gull.“

„Tölum saman, segjum satt.“

„Björt framtíð þorir að leiða hin stærstu og erfiðustu deilumál til lykta með gögnum, rannsóknum, opnu samtali og lýðræðislegum aðferðum.“

Ég spyr mig, virðulegi forseti, hvort eina viðhorf þessara stjórnarflokka gagnvart þessum skýrsluskilum sé að það hafi verið miður skemmtilegt að skýrslan hafi ekki komið fyrr fram, að það hafi verið einhver klaufaskapur í forsætisráðherra. Hafa þau ekkert meira um þetta mál að segja?