146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:16]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Frú forseti. Frá því að ég hóf störf hér á þinginu hefur endalaust verið talað um hefðir, hefðir, hefðir. Það er hefð fyrir hinu og þessu og maður á alltaf að fylgja hefðunum, jafnvel þótt þær séu fáránlegar, asnalegar og jafnvel tilgangslausar. Undir þessum lið er ákveðin hefð fyrir þátttöku, þ.e. undir liðnum um sérstakar umræður er hefð fyrir þátttöku. Hugsanlega er það enn ein fáránleg hefðin en kannski er ágætt að reyna að fylgja henni. Hvort þessir þingflokkar hafi kannski ekki viljað tala gegn forsætisráðherra sínum veit ég ekki og kannski hafa þeir heldur ekki viljað taka til máls til að styðja eða verja þessi fáránlegu vinnubrögð. Það veit ég ekki, en það væri ágætt að þau kæmu og gerðu grein fyrir því máli.

Að lokum vildi ég benda á að enn liggur dagskrá morgundagsins ekki fyrir og ekki heldur dagskráin út vikuna. Þetta þarf að lagast vegna þess að úti í samfélaginu er líka fólk sem þarf að fylgjast með dagskránni hér á þinginu.