146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:23]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Enn sitja stjórnarþingmenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem fastast og þegja þunnu hljóði. Þeim til varnar hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins komið, rétt eins og í gær en þá stóð Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka fyrir máli sínu hvað varðaði skýrsluundanskot þáverandi hæstv. fjármálaráðherra.

Þetta virðist hins vegar vera eitthvert viðvarandi „trend“ eins og hefur verið rætt í fundarstjórnarumræðum, að þingmenn og hæstv. ráðherrar kjósi að tjá sig frekar í fjölmiðlum og á Facebook um málefni sem varða þingið. Hér virðist engin undantekning vera á því. Ætli við fáum ekki Facebook-færslu um þetta á eftir.