146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:31]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson fór hér mikinn áðan og því miður voru hans orð ekki ýkja frumleg því að honum duttu helst í hug einhverjir orðaleppar um fýlubombur og málefnafátækt. Það er svona frekar súrt í þessu samhengi öllu saman.

Veruleikinn er sá, tel ég vera, pólitískt, að við séum að horfa upp á það, og ég auðvitað vona að það breytist, miðað við þessa umræðu hér, að í raun og veru sé hér hreinn meiri hluti Sjálfstæðisflokksins við völd með stuðningi tveggja flokka sem kjósa að tjá sig ekki í stórum málum.