146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Eins og var rætt hér áðan eru þetta mistök varðandi atriði sem höfðu verið yfirfarin aftur og aftur. Það er ekki hægt að tala um væntingar í því sambandi. Mér skilst, á samtölum við þingmann sem hefur verið lengur hér á þingi en ég, að áður hafi afturvirk lög verið sett þegar um mannleg mistök er að ræða. Hér er um það að ræða. Eins og ég las upp við umræður var eitthvað slegið vitlaust inn og lögin höfðu farið um allar þessar hendur, umsagnir o.s.frv. Þar erum við að tala um hagsmunaaðila sem hv. þingmaður nefnir hér að hafi haft væntingar til ákveðinna greiðslna. Þeir aðilar voru ekki með athugasemdir þá svo að væntingar sem um er rætt eru ekki til staðar.