146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:34]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er svolítið skrýtið að heyra í öðru orðinu að þetta séu mistök sem sé allt í lagi að leiðrétta en í hinu orðinu að það megi bara ekki leiðrétta þau afturvirkt. Er hv. þingmaður þá að segja að við, skattgreiðendur þessa lands, eigum að borga núna 5 milljarða til fólks sem hefur fengið greitt úr lífeyrissjóðum? Þetta eru akkúrat þeir sem kannski hafa það best af þeim sem fá eitthvað úr almannatryggingum út af þessum mistökum. Er þingmaðurinn að segja það? Er þingmanninum svona lítið annt um skattfé að honum finnist allt í lagi að gera þetta svona, að mistökin sem þingmaðurinn er búinn að viðurkenna að séu til staðar eigi bara að kosta skattgreiðendur 5 milljarða?

Finnst þingmanninum það bara í lagi? Mér finnst það ekki í lagi.