146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Samkvæmt stjórnarskrá á að birta lög og um birtingarhátt og framkvæmd laga gilda landslög. Þegar lögin voru samþykkt hér á þingi vissum við um innihald þeirra. Þegar þau eiga að taka gildi 1. janúar þá ættum við væntanlega að vita allt um innihald þeirra laga sem voru að taka gildi. Það að þau séu uppfærð í lagasafni tvisvar á ári hefur væntanlega ekki áhrif á gildi þeirra, frá 1. janúar, ef ég skil þetta rétt.