146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:32]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Vinstri grænna styður að málið verði sett á dagskrá í dag. Í ljósi þess sem kemur fram í máli hv. þm. Jóns Þórs Ólafssonar að málið er undir ákveðinni tímapressu, efnisins vegna, þá teljum við ljóst með samanburði við fyrirliggjandi dagskrá þingsins að svo sé ekki um önnur dagskrármál dagsins. Við teljum því rétt að Alþingi fái að glíma efnislega við tillögu Pírata.