146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér er nákvæmlega sama með hvaða hætti þetta mál er borið upp. Það skiptir máli, það liggur á, við erum undir tímapressu. Hér eru ágætismál á dagskrá í dag, sum að vísu afleit, en ekkert af þeim er mjög nauðsynlegt að afgreiða með hraði. Það er hins vegar brýnt að við tökum afstöðu til þessa máls, hvernig svo sem við gerum það, og þingflokkur Samfylkingarinnar styður að það sé tekið á dagskrá.