146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:35]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Formenn allra flokka og forsvarsmenn, þar á meðal Pírata, komu saman í desember og fjölluðu um það hvernig ætti að taka á þessu kjararáðsmáli. Menn veltu fyrir sér hvort möguleiki væri að fella alla þrjá úrskurðina úr gildi, þ.e. varðandi dómara, embættismenn og síðan kjörna fulltrúa, og komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í boði, heldur yrði að fara þá leið sem farin var með því að formenn og forystumenn allra flokka, þar á meðal Pírata, skrifuðu bréf til forsætisnefndar og báðu um tiltekna aðgerð sem gerð var og lækkaði laun, starfskjör þingmanna, um 150 þús. kr. til að koma til móts við þau sjónarmið sem uppi eru á vinnumarkaði. Mér finnst það tvískinnungur ef við ætlum að fara skipta hér um skoðun í dag og taka málið til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annaðhvort á dagskrá eða vísa því frá. Við Framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun.