146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

aðgerðir gegn skattundanskotum og aflandsfélögum.

[10:46]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvort hv. þingmaður vill að ég reki sögu fjármálaráðherra. Forveri hennar í starfi var fjármálaráðherra hér um skeið og svo hafa ýmsir aðrir ágætir fjármálaráðherrar verið. Ég segi hins vegar: Það er staðreynd að svarta hagkerfið hefur stækkað á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að ráðast með öllum ráðum gegn því. Ég hef sagt að ég ætli að setja það í forgang hjá mér. Þó að ekki hafi öll heimsins vandamál verið leyst áður en ég kom þá stoppar það mig ekkert í því að fara í vegferð gegn þeirri meinsemd í samfélaginu.