146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

aðkoma ráðherra að lausn sjómannaverkfallsins.

[10:48]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Lok sjómannaverkfallsins voru á allra vörum um síðustu helgi. Skip héldu úr höfn áður en atkvæðagreiðslu lauk. Við höfum heyrt margt frá fundi þar sem ráðherra kom og batt enda á verkfallið. Samningsaðilar sjómanna sögðust hafa vaknað upp við vondan draum á fundinum með ráðherra. Mörgum er ofarlega í huga fjölmiðlaumfjöllun í lok verkfallsins.

Fyrst hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra situr hér fyrir svörum þá er mér spurn: Hvaða tilboð var það sem ráðherrann færði samningsaðilum sem þeir gátu ekki hafnað?