146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

rekstrarvandi hjúkrunarheimila.

[10:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Í 9. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, segir um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga að þátttaka sveitarfélaga skuli ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði og í sumum tilfellum er hlutfall sveitarfélaganna hærra.

Þetta er stofnkostnaður og þar af leiðandi grunnkostnaður við uppbyggingu á húsnæði en síðan hafa sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög getað sótt um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta og viðhalds, um allt að 20% kostnaðar.

Þetta er auðvitað hluti af þeirri heildarskoðun sem sífellt er í gangi og ég er mjög meðvitaður um og hef verið að skoða. Það munar um 1,5 milljarða sem settir voru í málaflokkinn seint á síðasta ári en það er alls ekki víst að það muni nægja.

Hrein tímalína er ekki nákvæmari á þessari stundu, því miður.