146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[12:39]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Til skýringar, svo alþjóð skilji, hafa þingmenn rætt undir liðnum um fundarstjórn forseta málefnalega gagnrýni á að það sé fundur í nefnd og slíkt og þar af leiðandi skuli ekki halda þingfund. Þeir munu tala undir liðnum um fundarstjórn forseta, geri ég ráð fyrir miðað við það hvernig safnast á mælendaskrá, fram yfir þann tíma að það verður að gera hlé á fundinum. Það þýðir að ræðumaður getur ekki hafið umræðuna [Hlátur í þingsal.] þannig að það er eðlilegt að í staðinn fyrir að við séum að þrasa um þetta gerum við bara hlé á þessum fundi og þá verður málið tekið upp að loknu hléi sem er þá kl. 14.