146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[14:52]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa athugasemd og fyrirspurn. Já, við erum með þessu að leggja til ansi stórt skref um að stórauka framlög í lýðheilsusjóð. Ég get sagt að það er eðlilegt að því fylgi m.a. uppfærð stefna stjórnvalda um það hvernig best er að ráðstafa þessum fjármunum, til hvaða verkefna og hvað sé brýnt hverju sinni. Þetta er ekki endilega hugsað sem einhver ákveðin tímamörk, einhver töfralausn eða galdur, heldur að menn séu meðvitaðir um að við viljum að þessi úrræði virki, viljum að þau skili árangri og höfum trú á að svo verði. Þess vegna held ég að rétt sé að við skoðum það, fylgjumst vandlega með því að hversu miklu leyti þetta virkar og hvar hægt er að gera betur.