146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:25]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni greinargott yfirlit yfir efni frumvarpsins og fagna því sérstaklega að við fáum að vera saman í þessari fermingarveislu hv. þm. Teits Björns Einarssonar. Þetta er sannkölluð manndómsvígsla fyrir sérhvern Sjálfstæðismann að bera bús í búðir fram á þingi.

Mig langar aðeins að fletta upp í þingmanninum af því að hún var nú einu sinni hæstv. fjármálaráðherra. Hvað þykir henni um kaflann sem snýr að tekjum ríkissjóðs í greinargerðinni, byrjum bara á þeirri undirliggjandi staðhæfingu að meginhluti tekna ÁTVR sé til kominn vegna tóbakssölu sem síðan niðurgreiði áfengishlutann? Það er staðhæfing sem að þessu sinni er ekki eignuð greiningarfyrirtækinu Clever Data, væntanlega (Forseti hringir.) vegna þess að í fyrri umferð þessa máls kom nokkuð skýrt fram hjá ÁTVR að þær tölur væru úr lausu (Forseti hringir.) lofti gripnar. Nafnið er farið en tölurnar standa. Kann ráðherrann (Forseti hringir.) einhver skil á þessum mörkum milli tóbakssölu og áfengis?