146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er bara komið svo langt síðan ég var ráðherra. Mér finnst kominn tími til að ég verði ráðherra aftur og geti farið [Hlátur í þingsal.] yfir þessi mál. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) En staðreyndin er alla vega sú að áfengisdrykkju fylgir heilsuskaði og kostnaður fyrir samfélagið. Ef möguleiki er að afla tekna í gegnum þá sölu, eins og við gerum með vörugjöldum og fleira, á það auðvitað að renna í ríkissjóð sem ber allan kostnaðinn af sölu áfengis og neyslu áfengis. Mér finnst því alveg út í hött að ætla að taka það frá ríkinu og setja yfir til verslana svo þær geti grætt í staðinn fyrir að láta þá þann hagnað og þau gjöld sem lögð eru á áfengi (Forseti hringir.) renna til ríkisins sem ber kostnaðinn af því.