146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:53]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka andsvarið. Ég get svo sem ekki annað en ítrekað það sem ég sagði áðan um þær hættur sem stafa af auknu aðgengi. Minnsta mögulega breytingin væri bara að skipta um eigendur á búðunum og gera kröfuna um að sérverslanir væru áfram en að áfengi færi ekki inn í matvöruverslanir. En ég get líka séð hitt fyrir mér að það færi inn í matvöruverslanir með þeim takmörkunum að aukið aðgengi væri a.m.k. hverfandi miðað við afgreiðslutíma, miðað við afmörkun í verslunum og þar fram eftir götunum. Enn ítreka ég bara að ég get séð fyrir mér frumvarp í þá veru sem ég gæti samþykkt en ekki eins og það stendur.