146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

störf þingsins.

[11:01]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Frú forseti. Mig langar til að taka til máls undir liðnum um störf þingsins af því að áðan fór hv. þm. Teitur Björn Einarsson orðum um andsvar mitt í gær þar sem ég beindi orðum mínum að hv. formanni velferðarnefndar, sem er einn af flutningsmönnum á frumvarpi um sölu áfengis í búðum. Ég vil nýta tækifærið til að biðjast velvirðingar á því að hafa ávarpað hv. þm. Nichole Leigh Mosty í andsvari en ekki í ræðunni sjálfri.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna