146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dagskrá næstu viku.

[11:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég er enn kominn hér til að minna á að dagskrá næstu viku er ekki tilbúin, ekki einu sinni hvaða þingmál eiga að vera í umræðu í næstu viku þó að það sé ekkert endilega skipulagt á hvaða daga þau raðast o.s.frv. Þetta er pínu kaldhæðnislegt með tilliti til þess að í gær greiddum við atkvæði um að taka mál inn á dagskrá og því var neitað og við vissum þá ekki einu sinni hvað yrði á dagskrá í dag og því síður hvað væri á dagskrá í næstu viku.

Ég beini því enn og aftur til forseta Alþingis að hafa tímanlega tilbúin þau mál sem koma til með að vera á dagskrá í næstu og jafnvel þarnæstu viku, alla vega næstu viku.