146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[11:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var mikil vinna lögð í það að valnefndin yrði skipuð bæði körlum og konum, nefndin sem metur hæfi einstaklinganna. Nú erum við með hæfnisnefnd sem er skipuð þremur konum og tveimur körlum. Ég hef bara meiri trú á þeim hópi en hv. þingmaður, ég trúi því ekki að þessi hópur komi hér með mjög einsleitan hæfnislista. Í héraðsdómi er helmingur dómara konur, svo að ég vænti þess að það verði fjölmargir af báðum kynjum sem sæki um og séu hæfir til að gegna starfi dómara Landsréttar.