146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[12:16]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Já, ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er fullt af lögum sem ég er ekkert sérlega hlynnt, en ég hlýði þeim. Ef ég skil spurninguna rétt þá er hún sú hvort nákvæmlega nafngreindum ráðherra, Sigríði Á. Andersen, sé treystandi til að fara að lögum þar sem hún hafi lýst því yfir að hún hafi efasemdir um þau lög. Ég ætla að svara já. Og síðan ætla ég bara að bregðast við ef kemur í ljós að svo er ekki. Það er það eina sem ég get gert í þessari stöðu. Þannig að svarið er einfaldlega: Ég treysti ráðherra til að fara að lögum.