146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[14:29]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er ég ekki jafn klókur og kænn og hv. þm. Brynjar Níelsson að sjá hvaða annan tilgang minni hlutinn sér fram á að ná í ákvörðunum hæstv. dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ég játa bara að ég næ því ekki alveg. En hv. þm. Brynjar Níelsson hefur meiri þingreynslu en ég og þekkir klækina hér betur en ég. Hver er skaðinn af því að hafa það inni? Eins og ég sagði áðan að þetta lyfti þessu upp, það setur þetta inn í lögin. Ekki tilbúinn að setja inn einhvern óþarfa? Var ekki sett inn í lögin um nefndina? Var það óþarfi þar að hnykkja á ráðherra, með leyfi forseta:

„Ráðherra skal gæta þess að kröfum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla [við skipun í ráð og nefndir] sé fullnægt.“

Var ráðherra ekki bundinn af jafnréttislögum þar líka? (BN: Nei.) Nú? Ókei, þá er ég, eins og ég hef sagt áður, algjörlega blankó í þessu.

Hér er þetta mál (Forseti hringir.) og meira að segja er orðalagið tekið upp úr þessu. Þetta er óþarflega mikil stífni. Ég verð nú bara að segja alveg eins og er.