146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:23]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Andrés Ingi Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sumt kemur manni á óvart og annað ekki. Það sem kom mér ekki á óvart var að hv. þm. Brynjar Níelsson tryði ekki á gildi þess að setja kynjakvóta þar sem hallaði á annað kynið. Hv. þingmaður er náttúrlega hér fyrir þann flokk sem ber ábyrgð á því að ekki náðist meiri hluti kvenþingmanna í þingsal. Við í hinum flokkunum skiluðum jöfnu hlutfalli karla og kvenna inn á þing, en Sjálfstæðisflokkurinn illu heilli dregur hlutfallið niður vegna þess að flokkurinn trúir ekki á kvóta. Sjáum hvernig það gengur. Þar hefur aldrei verið kvenkyns formaður, ólíkt öðrum flokkum sem eru eldri en tvævetur.

Ráðherra er bundinn af mati nefndar, sagði þingmaðurinn áðan. Mig langar að spyrja hann hvort hann hafi lesið í frumvarpinu sem við erum hér að fjalla um þær setningar sem snúa sérstaklega að því hvernig ráðherra er ekki bundinn af hæfnisnefndinni. Ef hann gerir tillögu til Alþingis um hæfan einstakling samkvæmt mati nefndarinnar þá má víkja frá þessari hæfnisröðun nefndarinnar. Er (Forseti hringir.) hv. þingmaður búinn að lesa frumvarpið nógu vel til að geta staðhæft þetta?