146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir orðum hv. þm. Brynjars Níelssonar um reynslu. Nú búum við á dálítið breytilegum tímum og reynsla á það til að úreldast, sérstaklega þegar við uppfærum lögin okkar og tímar breytast. Og reynsla er ekki það eina sem skiptir máli. Stundum er það möguleikinn til að lifa og læra og þroskast. Við búum við ákveðna veltu á vinnumarkaði og væntanlega líka dómstólarnir þó að reynsla skipti þar mögulega meira máli en víða annars staðar; hv. þingmaður veit það kannski betur en ég.

Mér finnst mikilvægt að hafa í huga að við getum ekki alveg njörvað okkur niður á hugtök eins og reynslu, því að eins og hv. þingmaður bendir á þá hallar á í umsækjendahópnum (Forseti hringir.) og þá er kannski áhugavert að taka tillit til samsetningar hópsins.