146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:33]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég var nú svo sem ekki sleipur í reikningi, en þetta passar. Ég hélt að vísu að við værum með 8, en allt í lagi. Það skiptir ekki öllu máli. Ég veit það ekki. (Gripið fram í.) Ég er ekki alltaf að hugsa svona. (Gripið fram í.) Fólk sem er fast í þessu getur aldrei hugsað neitt skynsamlegt vegna þess að það er fast í einu formi, upptekið af að horfa á allt út frá einhverju formi í staðinn fyrir að horfa á efnið og innihaldið. Þegar menn detta alveg í þann farveg og komast aldrei út úr honum, alveg sama hvaða málefni er verið að tala um (Gripið fram í: Segir hver?) — segi ég. Það er kominn einhver hópur núna um að þar sem hallar á konur — í alls konar störfum, til sjós og annars staðar sko. Svo hefur enginn áhyggjur af því að kennarar eru 90% konur, hjúkrunarfræðingar 95% konur. Allt í einu bara þar sem hallar á konur, þar er allt ómögulegt, þar þarf að grípa til sérstakra aðgerða. (Forseti hringir.) Við skulum bara vera svolítið hlutlægari í þessu og meta þetta í hvert sinn í staðinn fyrir að stjórnast af þessu. Það stendur hérna … Er ég kominn yfir?