146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu.

177. mál
[17:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki ósammála hæstv. ráðherra þegar kemur að því að við þurfum að ýta undir og stuðla að sjálfbærni samfélaga. Ein af leiðunum er vissulega í gegnum viðskipti. Það er nokkuð sem ég tel að við þurfum að athuga. Ég tel hins vegar að við þurfum líka alltaf að hafa loftslagsbreytingar í huga og hvernig við tökumst á við þær. Þess vegna þurfum við líka alltaf að muna að sumar vörur er kannski óþarfi að flytja um langan veg, þá beri frekar að horfa til loftslagsmarkmiðanna.

Ég er eingöngu að hvetja til þess að við gerð annarra samninga verði þessi tvö sjónarmið undir þegar verið er að vega og meta mál, hvort sem það er í vinnu hæstv. ráðherra eða okkar þingmanna við gerð þingmála, því að ég held að við verðum alltaf (Forseti hringir.) að hafa þetta sjónarmið undir líka, sem eru loftslagsmálin.