146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu.

177. mál
[17:16]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að hæstv. ráðherra hefur nú farið til Georgíu eins og ég sjálf. Það er nú ekki svo langt síðan ég var þar, einungis fimm ár eða svo.

Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri með þessum fríverslunarsamningi, rétt eins og hæstv. ráðherra nefnir, og þá ekki einungis þegar kemur að fríverslun og verslun heldur líka einfaldlega með þróunaraðstoð. Þar má t.d. nefna að þegar kemur að orkumálum eru sóknarfæri í Georgíu og Ísland hefur ákveðna kunnáttu þar að lútandi, sem og þegar kemur að kvenréttindum. Ég held að hæstv. utanríkisráðherra gæti beitt sér fyrir því þar sem kvenréttindi eru þar fótum troðin, ef svo má segja. Það hefur lítið breyst. Það eru aðallega konurnar sem bera uppi georgískan efnahag eins og stendur. (Forseti hringir.) Það er af mörgum orsökum sem ég myndi glöð ræða við hæstv. ráðherra um.