146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kvíði barna og unglinga.

95. mál
[17:12]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Virðulegi forseti. Já, þetta er stórt vandamál og fer því miður vaxandi og er, held ég, sameiginlegt í mörgum löndum. Ég var líka að koma af ráðstefnu þar sem ungt fólk í Vestur-Norðurlöndum, þ.e. Grænlandi, Færeyjum og Íslandi, kom saman. Efst á lista hjá því var aðgangur að sálfræðiþjónustu eða geðheilbrigðisþjónustu. Þaðan er margt sorglegt að frétta. Ég held að við stöndum okkur þó þokkalega. Ég vildi þó rétt aðeins minna á að það eru vissar samfélagsbreytingar sem orðið hafa sem er hreinlega miðlun, Facebook, samkeppni og samanburður. Það er stanslaust áreiti á börn og unglinga, og svo sem okkur fullorðna líka, þar sem sífellt er verið að krefjast þess nánast (Forseti hringir.) að við stöndum okkur með tilteknum hætti. Það veldur miklu álagi á ungt fólk. Ég held að við þurfum aðeins að skoða það líka.