146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kvíði barna og unglinga.

95. mál
[17:15]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf):

Frú forseti. Ég þakka málshefjanda fyrir. Þetta er mikilvægt mál sem brennur á mörgum. Ég hef starfað í Breiðholti í mörg ár þar sem gerð hefur verið skimun vegna kvíða á börnum í níunda bekk grunnskóla. Ég myndi vilja fá hana niður í fimmta bekk. Ég hef jafnframt starfað að ýmsum öðrum verkefnum þar sem unnið hefur verið með fjölskylduna heild. Þar má nefna verkefnið Klókir krakkar þar sem unnið er með börn og fjölskyldu samhliða til þess að takast á við kvíða. Ég tek undir með hv. þm. Jóni Steindóri Valdimarssyni varðandi hin félagslegu áhrif og að samfélagið þróast svo hratt þannig að það er svo mikið áreiti á börn og fjölskyldur. Það er því mikilvægt að við hlúum vel að börnum og geðheilsu þeirra því að það er ákveðin andleg hegðun (Forseti hringir.) sem fylgir þeim áfram í lífinu.