146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kvíði barna og unglinga.

95. mál
[17:18]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég ætla að botna og klára ræðu hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés. Staðreyndin er nefnilega sú að á síðustu fimmtán árum hefur skólaganga í grunnskóla í rauninni lengst um eitt og hálft ár. Það hefði verið miklu nær að stytta námið þar í staðinn fyrir að auka álagið á unglingana, ekki síst vegna þess að maður heyrir að í tíunda bekki sitji þeir gjarnan aðgerðalausir og séu búnir með það sem þeir eiga að vera að sýsla.