146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

dreif- og fjarnám.

97. mál
[17:39]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er í fyrsta lagi ánægður með að menn séu almennt á því að þetta sé kostur sem þurfi að þróa og skoða. Það er ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti til náms meðan við búum við þær aðstæður að það hafa ekki öll börn í landinu hreinlega efni á að sækja sér nám. Þetta er spurning um efnahag ekki síður en margt annað. Enn eru til dæmi um fjölskyldur sem hafa ekki ráð á að senda börnin sín í framhaldsskóla. Það er ömurlegt á 21. öldinni. En þetta er ánægjuleg umræða.