146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kjör og staða myndlistarmanna.

125. mál
[17:55]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Það hefur oft verið sagt að myndlist sé spegill samfélaga. Það er eitthvað sem við höfum haft þúsund ára sögu til sanna fyrir okkur á vissan hátt. Það hefur lengi verið þannig að kjör myndlistarmanna hafa verið dálítið öðruvísi. Menn hafa jú keypt myndlist og málverk og það er dálítið svipað og með bækur og við skulum segjum tónlistardiska eins og verið hefur þótt það sé að breytast með netinu. En svo hefur komið fram ný tegund myndlistar sem eru innsetningar sem eru dýrar í framleiðslu, þetta eru stór verk, þetta eru ekki stofuvæn verk. Þetta snýst um að slík verk geti komist inn á söfn og á sýningar, og það er þess vegna sem sérframlag opinberra aðila þarf raunverulega að koma til, ekki bara starfslaun eða styrkir úr myndlistarsjóði heldur líka styrkir til safnanna. Þau eru mjög fjársvelt þegar kemur að kaupum og sýningarhaldi. Það er mjög mikilvægt að (Forseti hringir.) ríkið og við öll styrkjum þá ímynd Íslands sem myndlistin er.