146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

starfsumhverfi bókaútgáfu.

139. mál
[18:31]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Hávirðulegi forseti. Ég er rosalega ánægð að heyra að hæstv. menntamálaráðherra hefur hug á að framfylgja mörgum af þeim tillögum sem hafa komið fram hjá Félagi bókaútgefenda. Við Píratar höfum setið sambærilega fundi og getum tekið undir margt af því sem þar kemur fram, sem tillögur að úrbótum, því að það er bara þannig að erfitt er að gefa út bækur í landi þar sem svo fáir tala tunguna.

En eins og komið hefur fram í umræðunum er einn angi af þessu sem mér finnst mjög brýnt að tekið verði á og það er svona hálfgerð einokun á útgáfu rafbóka, sem er ekki aðgengileg öllum. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvað ráðuneytið ætlar sér að gera (Forseti hringir.) varðandi útgáfu rafbóka. Og vil svo bara hvetja hæstv. ráðherra til dáða.