146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

endurskoðun samgönguáætlunar.

92. mál
[18:49]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Fyrir nokkrum dögum talaði hæstv. ráðherra um samgönguáætlun eins og það væri heilagast allra skjala. Nú ber hann fyrir sig fjárlög sem voru samþykkt við mjög skrýtnar aðstæður. Málið snýst að hluta til um valdmörk ráðherra og hvort hann geti notað geðþóttaákvarðanir til þess að taka þá mola úr bauknum sem honum sýnist. Það er óforskammað að ætla svo að kosta nýframkvæmd með peningum sem áttu að fara í aðra hluti í sama kjördæmi.