146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[20:06]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Já, litasamsetningin á atkvæðagreiðslutöflunni veldur mér vissulega vonbrigðum. Ég hefði haldið að sérstaklega þingmenn Viðreisnar tækju undir þessa breytingartillögu með okkur þar sem sumir þeirra alla vega hafa lýst yfir stuðningi við að hér yrði tekið fram að farið skyldi eftir jafnréttislögum og að því skyldi koma fyrir í lagatextanum. Hér var gullið tækifæri til að tryggja að svo yrði.

Ég tek undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni og Eygló Harðardóttur að vissulega gleður það okkur að sjá að þingheimur virðist alveg viss um að hér eigi að fylgja jafnréttislögum þegar við skipum í heilt nýtt dómstig sem mun starfa hér líklega eins lengi og sumum okkar alla vega endist ævin. Ég vona að Alþingi og meiri hlutinn standi við stóru orðin þegar að þessu kemur og séð verði til þess að fjölbreytni ráði för á nýju dómstigi.