146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það að Tryggingastofnun hafi greitt eins og hún taldi að lögin segðu til um þá hefur komið í ljós hversu skýr vilji löggjafans var (Gripið fram í.) og hvernig umræðan var. En varðandi viðbrögðin ræddum við það mikið í hv. velferðarnefnd og það hefur verið rætt áður á þinginu að við ættum að endurskoða hvernig við vinnum með lögin hér inni og hvað við þurfum að gera til þess að hægt sé að sjá heildarmynd laganna samhliða vinnunni, hvernig þau líta út hverju sinni meðan þingið er að vinna lögin. Það held ég að við ættum að ræða það áfram til að koma í veg fyrir svona lagað. Það er gert varðandi suma löggjöf sem við vinnum með en það er ekki algild regla. Ég held að við þurfum bara að ákveða hvernig við getum verið upplýstari og haft ferlið gagnsærra á meðan vinnan við lögin fer fram hjá okkur á Alþingi.