146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:31]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í ræðu hv. þm. Vilhjálms Árnasonar, framsögumanns nefndarálits meiri hluta nefndarinnar, skrifa ég undir nefndarálitið með fyrirvara. Ég og aðrir hv. þingmenn Framsóknarflokksins styðjum að þessi leiðrétting eigi sér stað núna og greiðum málinu því atkvæði okkar. Fyrirvarinn snýr að þeim álitamálum sem fram komu fyrir nefndinni og höfðum við, ásamt líklega öllum öðrum hv. þingmönnum velferðarnefndar, viljað hafa meiri tíma til að reifa málið og finna ásættanlega niðurstöðu.

Við vorum jafnframt í ríkisstjórn á þeim tíma þegar málið fór í gegnum Alþingi og viljum sýna þá ábyrgð á því að klára málið hér og leiðrétta þau leiðinlegu mistök sem áttu sér stað.