146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:45]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég sagði áðan er það mín heitasta von að hér hafi bara verið misskilning um að ræða. Hvað varðar upplýsingar sem fram komu í greinargerð og upplýsingar sem við höfum fengið, ég skil það. Ég skil það sem ég hef lesið. Samflokksmenn skilja hvað er í gangi hérna. Ef ég má, með leyfi forseta, lesa upp úr nefndaráliti:

„Meiri hluti nefndarinnar telur brýnt að leiðrétta sem fyrst þessi lagatæknilegu mistök þar sem miklir hagsmunir eru í húfi.“