146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:52]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Tryggingastofnun veit af þessu 20. janúar. Hvenær veit nefndin af þessu? Þetta kemur ekki inn á borð nefndarinnar fyrr en 5. febrúar. Ef Tryggingastofnun vissi þetta væri áhugavert að fá að vita frá hæstv. ráðherra hvort hann hafi vitað þetta. Ef hann vissi þetta, hvers vegna var þá ekki farið að greiða eftir lagabókstafnum eða þá kalla þingið saman strax, eða hvað? Þetta er það sem við þurfum að komast til botns í. Er hv. þingmaður ekki sammála því að það er einkennilegt að 15 dagar líði? 15, dagar, 16 dagar, tvær vikur. Hvað er það? Það eru 1,3 milljarðar sem líða frá því að Tryggingastofnun er meðvituð um þetta þangað til þingið fær það til meðferðar hjá sér.