146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:09]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði að koma aðeins inn á afturvirkni laga. Mér finnst þetta svo áhugaverð umræða, að núna sé verið að tala um að anda laganna sé ekki fylgt. Það eru fleiri lög þar sem greinargerðin rímaði ekki við lagatextann þannig lagað og ríkinu einmitt áætluð gríðarleg skaðabótaskylda ef lögunum er breytt afturvirkt. En segjum að þetta fari svo að það verði fellt niður, þetta fólk hafði engar lögmætar væntingar til þessarar kröfu, þá eru í rauninni allar forsendur fyrir okkar háæruverðuga kvótakerfi fallnar og einkavæðing fallin.