146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þá stöndum við svo sem enn þá frammi fyrir því að tekin var ákvörðun um að greiða þetta ekki. Tryggingastofnun var alla vega meðvituð um þetta 20. janúar, en þingið fékk málið ekki í hendur fyrr en rúmum tveimur vikum seinna til afgreiðslu. Það er nú oft þegar svona stórir hagsmunir eins og 5 milljarðar liggja undir þá er þinginu hrúgað hérna inn jafnvel um helgar til þess að klára að setja lög á verkföll fólks af því að mönnum finnst að milljarðatalan sé orðin það há fyrir samfélagið að það megi ekki verða meira. Finnst hv. þingmanni það ekki einkennilegt að það hafi tekið heilar tvær vikur að fá þetta mál inn í þingið til meðferðar?