146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:20]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Þessu er náttúrlega fljótsvarað á þann hátt að ég ítreka það að stjórnarskráin heldur enn gildi. Ef sannarlega hafa skapast einhver réttindi þá verða þau sótt. En mér finnst ekki að við eigum að bregðast við að fyrra bragði. Með sömu rökum hefðum við getað sagt að við ættum bara einhvern veginn að hafa frumkvæði að því að greiða út peninga. Ég er engan veginn á þeirri skoðun. Ríkisvaldið ætti að halda þétt um pyngjuna, ekki reyna að borga fé sem því ber ekki skylda til að borga.