146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:22]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Bara mjög stutt. Ég veit að alla langar til að fara heim. Sem sagt: Það er ekki augljóst hvort fyrirhuguð afturvirk leiðrétting standist stjórnarskrá, eða geti mögulega skapað bótaskyldu ríkisins gagnvart ellilífeyrisþegum. Sérfræðingar telja mjög óvarlegt að fullyrða að eignarréttindi hafi ekki stofnast með villunni í lögunum og vara við þessari lagasetningu. Þetta er ekki leið sem Píratar vilja fara í lagasetningu. Þannig að Píratar styðja það að mistökin verði leiðrétt en ekki afturvirkt. Nái breytingartillaga 1. minni hluta ekki í gegn munu Píratar sitja hjá við afgreiðslu frumvarpsins í heild.